1.10.2007 | 13:57
Of snemmt?
Þessi tækni hefur verið til í þónokkurn tíma, og er að finna OLED skjái í t.d. farsímum og mp3-spilurum. Framleiðendur hafa flestir frestað því að setja heilu sjónvörpin á markað vegna þess að líftími bláu LED-peranna er þónokkuð styttri en rauðu og grænu. Eftir því sem notkunin verður lengri, þá byrjar blái liturinn því að dofna fyrr og meir heldur en hinir, svo gæðin verða hálf slöpp. Líftíminn var upphaflega einungis um 5000 klst en hefur verið komið upp í allt að 20000 klst með endurbættri tækni. Þetta er þó stuttur líftími, samanborið við LCD, þar sem líftíminn er allt að þrisvar sinnum lengri. Sony hefur þó ekki getað setið á sér lengur að setja OLED-sjónvörp á markaðinn.
Eins og með alla nýja tækni, verður verðið himinhátt í byrjun, en þess má geta að OLED skjáir eru samt rosalega ódýrir í framleiðslu, langtum ódýrarari heldur en LCD skjáir. OLED tæknin býður líka upp á að hægt er að koma a.m.k 3 sinnum fleiri punktum fyrir samanborið við LCD. Ég vona því innilega að sjónvörpin eigi eftir standa sig.
Sony boðar örþunnt, lífrænt ljósdíóðusjónvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stefán Winkel Jessen
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
athyglisverð færsla hjá þér.
Óskar Þorkelsson, 2.10.2007 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.