27.1.2008 | 00:04
Leyndardómar njósnagervitungla
Flestum gervitunglum er skotið upp með Ariane eldflaugum nú til dags. Í þessum eldflaugum er varnarbúnaður sem sprengir hana í loft upp ef eitthvað kemur upp á í flugi, því betra er að hún springi hátt á lofti en á jörðinni. Þegar njósnagervitunglum er skotið upp, er einnig komið fyrir töluverðu magni af sprengiefni fyrir í toppi eldflaugarinnar, beint fyrir neðan tunglin þannig að þeir eyðileggist algjörlega ef eitthvað bilar. Þetta er gert svo að tæknin um borð komist ekki í rangar hendur. Því verða eigendur njósnagervitunglsins að sjálfsögðu nokkuð stressaðir þegar þeir vita að það muni hrapa til jarðar en ekki hvar nákvæmlega það muni lenda. Þeir verða því að vera fyrstir á staðinn til þess að bjarga flakinu frá forvitnum óvitum eða sprengja það áður en það lendir ef þeir eiga kost á því. Þegar gefið er út að gervitunglið gæti innihaldið hættuleg efni, gæti því verið að eigendurnir séu að reyna að fæla burt þá sem gætu fundið tunglið á undan þeim.
Njósnagervitungl mun hrapa til jarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stefán Winkel Jessen
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er alveg öruggt. En einhverjir munu sjálfsagt trúa því.
Vendetta, 27.1.2008 kl. 00:13
Pant ekki láta það lenda á mínu húsi
Sporðdrekinn, 27.1.2008 kl. 00:39
hugsanlega er hér um að ræða hákarl eða súran blóðmör. því er betra að vera vel á verði og setja stjórnstöð almannavarna í viðbragðsstöðu.
Brjánn Guðjónsson, 27.1.2008 kl. 05:12
Tunglið ætti að brenna að mestu á leiðinni niður . Samt væri skynsamlegt hjá þessum njósna þjóðum að hafa smá sprengju sem sundrar draslinu og hjálpar til við brunann á niðurleiðinni.
Snorri Hansson, 27.1.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.