Fróðleiksmoli um styrki til hjálparstarfa.

Mér finnst pokasjóður vera að standa sig vel.

Mig langar samt til að benda á nokkur atriði varðandi fjárstyrki til hjálparstarfa.

Það hefur sýnt sig að einungis 10% af öllum fjárstyrkjum til hjálparstarfa skili sér í raun og veru á leiðarenda. Restin fer m.a. í rekstur hjálparstofnana, mútur til herskárra hópa o.s.fv. Margir hafa gagnrýnt íslensk stjórnvöld fyrir að leggja ekki meira fjármagn í hjálparstörf, en staðreyndin er sú að þau lönd sem leggja mest til, fá fjármagnið aftur til baka, því það er notað til að kaupa t.d. mat o.fl í landinu sjálfu sem lagði til fjármagnið, og vörurnar síðan sendar út til þeirra sem þurfa á því að halda. Þær upphæðir sem þau lönd leggja til eru því hálf-ýktar. Það má því áætla að þeir styrkir sem fara frá Íslandi lendi að mestu leiti í vösum þeirra þjóða sem sjá um t.d. matarinnkaupin og komi þeim til skila.

Miðað við þetta myndu þessar 5 milljónir í raun jafngilda um 50 milljóna króna styrk frá t.d. dönum (þeir nota peninginn til að kaupa mat og lyf í sínu eigin landi og flytja svo út). Ef við tökum svo íbúafjöldann inn í dæmið, þá myndu þessar 5 milljónir jafngilda að stofnun eins og pokasjóður myndi gefa tæpan milljarð ef hann væri danskur (danir eru ca 18 sinnum fleiri).

Þetta framlag frá pokasjóði er því mjög rausnarlegt.

 

 

 


mbl.is Pokasjóður styrkir fórnarlömb í Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Winkel Jessen

Höfundur

Stefán W.J,
Stefán W.J,
Höfundur er verkfræðingur sem fylgist með öllu nema íþróttum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • untitled

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband