Fært yfir á íslenskan fólksfjölda

Til að gera sér í hugarlund hversu margir þetta eru, þá ef hlutfallið í bandaríkjunum er fært yfir á íslenskan fólksfjölda þá myndi þetta vera:

17 manns myrtir
93 konum nauðgað
868 manns orðið fyrir alvarlegri líkamsárás
460 manns rændir 

 


mbl.is Yfir 16 þúsund myrtir í Bandaríkjunum í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

loxosceles reclusa

Wolf SpiderLoxosceles reclusa

Þarna er hugsanlega á ferðinni köngulóin loxosceles reclusa sem er almennt kölluð brown recluse.

Hana er aðallega að finna í suðurhluta USA, nálægt mexíkó og þar í kring.

Hún er eitruð en bítur vanalega ekki að fyrra bragði, aðeins ef henni er ógnað
(t.d. ef verið er að fikta eitthvað í henni.) Bitin geta orðið slæm.

Líklegt er að hún hafi komið með ávöxtum frá t.d. braselíu.

 


mbl.is Risakönguló í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Diesel vs Bensín, CO2 útlosun

Hver er hinn eiginlegi munur á dieselolíu og bensínu með tilliti til CO2 útlosunar?

1 Líter af Bensíni:
Orkuinnihald : 9,7 kWh
CO2 útlosun  : 2,325 kg
~ 240g CO2/kwh

1 Líter af Diesel:
Orkuinnihald : 10,7 kwh
CO2 útlosun  : 2,664 kg
~ 248g CO2/kwh

Mér þykir mjög líklegt að kolefnisskatturinn hafi verið reiknaður út frá CO2 útlosuninni hér að ofan, án þess að taka tillit til orkuinnihalds orkugjafanna tveggja.

Ef svo yrði gert myndi skatturinn skiptast svona: Bensín 5.57 kr/L og Diesel 5.76 kr/L 


mbl.is Bensínhákar óseljanlegir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu mikið mengar bíllinn þinn? Í Tölum!

Hversu mikið mengar bíllinn þinn?

Svona til fróðleiks, þá má sjá hér fyrir neðan hversu mikið CO2, algengir bílar losa:

Vélastærð undir 2L (Vörugjöld eru nú 30%) 
Toyota Prius 1.5  (tvinnbíll)        CO2 : 104 g/km       Losunargjald : 5%
Honda Civic 1.4L (tvinnbíll)         CO2 : 109 g/km      Losunargjald : 5%
BMW 318  (bensín)                     CO2 : 156 g/km      Losunargjald : 15%
Nissan Micra 1.2 L (Bensín)        CO2 : 161 g/km      Losunargjald : 20%
WV Polo 1.4 L  (bensín)              CO2 : 165 g/km      Losunargjald : 20%
Renault Clio 1.6L  (bensín)         CO2 : 179 g/km      Losunargjald : 20%
Mazda 3  (bensín)                      CO2 : 179 g/km      Losunargjald : 20%
Toyota Avensis 1.8L (bensín)     CO2 : 187 g/km      Losunargjald : 25%
Toyota Avensis 2.0L (bensín)     CO2 : 221 g/km      Losunargjald : 35%

Vélastærð yfir 2L (Vörugjöld eru nú 45%)
 
BMW 530 (diesel)                      CO2 : 180 g/km       Losunargjald : 25%
Toyota Landcr. 3L (diesel)        CO2 : 238 g/km        Losunargjald : 35%
Lexus IS 5.0 L (Bensín)             CO2 : 270 g/km       Losunargjald : 45%
MMC Pajero 3.2 L (diesel)         CO2 : 280 g/km       Losunargjald : 50%
Dodge Nitro 3.7L (Bensín)         CO2 : 283 g/km       Losunargjald : 50%
Nissan Patrol 3.0L (Diesel)        CO2 : 313 g/km       Losunargjald : 55%
Hummer H3 (Bensín)                 CO2 : 346 g/km       Losunargjald : 60%

Í listanum fyrir ofan má sjá, hvernig skattlagningin kemur til með að breytast.

Takið eftir því hversu mikill munur er á bensín og dísilbílum.

Eins og sjá má í listanum hér að ofan ná tvinnbílarnir ekki undir 100g CO2 losunarmarkið, þannig að eina leiðin til þess að komast í lægsta losunarflokkinn, er að kaupa sér rafmagnsbíl. Mér þætti nú gaman að sjá 5 manna fjölskyldu á leið í útilegu með tjaldvagn á rafmagnsbíl :).

Til gamans má geta að sú atvinnugrein sem mest mengar á Íslandi eru fiskveiðarnar. Skipaflotinn brennir svartoliu sem mengar töluvert meira heldur en bensín og díselolía. Eitt fiskiskip mengar meira en miðlungs sveitarfélag. Er þá ekki málið að leggja svona útlosunargjöld á skipin í leiðinni, þannig að allir taki þátt í þessu útlosunarmáli?


mbl.is Vistvæn hvatning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðleiksmoli um styrki til hjálparstarfa.

Mér finnst pokasjóður vera að standa sig vel.

Mig langar samt til að benda á nokkur atriði varðandi fjárstyrki til hjálparstarfa.

Það hefur sýnt sig að einungis 10% af öllum fjárstyrkjum til hjálparstarfa skili sér í raun og veru á leiðarenda. Restin fer m.a. í rekstur hjálparstofnana, mútur til herskárra hópa o.s.fv. Margir hafa gagnrýnt íslensk stjórnvöld fyrir að leggja ekki meira fjármagn í hjálparstörf, en staðreyndin er sú að þau lönd sem leggja mest til, fá fjármagnið aftur til baka, því það er notað til að kaupa t.d. mat o.fl í landinu sjálfu sem lagði til fjármagnið, og vörurnar síðan sendar út til þeirra sem þurfa á því að halda. Þær upphæðir sem þau lönd leggja til eru því hálf-ýktar. Það má því áætla að þeir styrkir sem fara frá Íslandi lendi að mestu leiti í vösum þeirra þjóða sem sjá um t.d. matarinnkaupin og komi þeim til skila.

Miðað við þetta myndu þessar 5 milljónir í raun jafngilda um 50 milljóna króna styrk frá t.d. dönum (þeir nota peninginn til að kaupa mat og lyf í sínu eigin landi og flytja svo út). Ef við tökum svo íbúafjöldann inn í dæmið, þá myndu þessar 5 milljónir jafngilda að stofnun eins og pokasjóður myndi gefa tæpan milljarð ef hann væri danskur (danir eru ca 18 sinnum fleiri).

Þetta framlag frá pokasjóði er því mjög rausnarlegt.

 

 

 


mbl.is Pokasjóður styrkir fórnarlömb í Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá fróðleikur um jarðstrengi

Til þess að hægt sé að flytja raforkuna í jarðstreng langa vegalengd, þarf að umbreyta straumnum yfir í jafnstraum, því töpin eru gríðarleg í jörð (rýmd við jörð). Með þessu fylgir mjög stór og dýr afriðlunarstöð ásamt tvöfalt stærra tengivirki. Að flytja jafnstraum borgar sig (fjárhagslega) ef vegalengdin er meiri heldur en 58 km í jörð eða 700 km í lofti. Þá er ekki tekið tillit til að dýrara er að grafa niður strengina heldur en að skella upp möstrum.


mbl.is Tími háspennulína liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyndardómar njósnagervitungla

Flestum gervitunglum er skotið upp með Ariane eldflaugum nú til dags. Í þessum eldflaugum er varnarbúnaður sem sprengir hana í loft upp ef eitthvað kemur upp á í flugi, því betra er að hún springi hátt á lofti en á jörðinni. Þegar njósnagervitunglum er skotið upp, er einnig komið fyrir töluverðu magni af sprengiefni fyrir í toppi eldflaugarinnar, beint fyrir neðan tunglin þannig að þeir eyðileggist algjörlega ef eitthvað bilar. Þetta er gert svo að tæknin um borð komist ekki í rangar hendur. Því verða eigendur njósnagervitunglsins að sjálfsögðu nokkuð stressaðir þegar þeir vita að það muni hrapa til jarðar en ekki hvar nákvæmlega það muni lenda. Þeir verða því að vera fyrstir á staðinn til þess að bjarga flakinu frá forvitnum óvitum eða sprengja það áður en það lendir ef þeir eiga kost á því. Þegar gefið er út að gervitunglið gæti innihaldið hættuleg efni, gæti því verið að eigendurnir séu að reyna að fæla burt þá sem gætu fundið tunglið á undan þeim.


mbl.is Njósnagervitungl mun hrapa til jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fróðleiks

Til fróðleiks, þá má geta þess að samkvæmt reglum Evrópusambandsins þá er hámarksstærð hjólbarða sem setja má undir fólksbíla 33". Ég veit ekki til þess að reynt hafi verið að fá undanþáu eða hvort það sé hægt.

Þá er spurning hvort jeppasportið deyi út á Íslandi, eða hvort maður verði bara að fá sér þyrlu til þess að fara á fjöll.

Annað, hvernig væri það ef Ísland myndi verða sjálfstætt ríki innan Bandaríkjanna? Er ekki alveg eins hægt að skoða það? (ódýrari ruslmatur, bílar og hátæknidót).


mbl.is Mikilvægt að kannað verði hvort ESB og evra þjóni hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of snemmt?

Þessi tækni hefur verið til í þónokkurn tíma, og er að finna OLED skjái í t.d. farsímum og mp3-spilurum. Framleiðendur hafa flestir frestað því að setja heilu sjónvörpin á markað vegna þess að líftími bláu LED-peranna er þónokkuð styttri en rauðu og grænu. Eftir því sem notkunin verður lengri, þá byrjar blái liturinn því að dofna fyrr og meir heldur en hinir, svo gæðin verða hálf slöpp. Líftíminn var upphaflega einungis um 5000 klst en hefur verið komið upp í allt að 20000 klst með endurbættri tækni.  Þetta er þó stuttur líftími, samanborið við LCD, þar sem líftíminn er allt að þrisvar sinnum lengri. Sony hefur þó ekki getað setið á sér lengur að setja OLED-sjónvörp á markaðinn. 
     Eins og með alla nýja tækni, verður verðið himinhátt í byrjun, en þess má geta að OLED skjáir eru samt rosalega ódýrir í framleiðslu, langtum ódýrarari heldur en LCD skjáir. OLED tæknin býður líka upp á að hægt er að koma a.m.k 3 sinnum fleiri punktum fyrir samanborið við LCD. Ég vona því innilega að sjónvörpin eigi eftir standa sig.


mbl.is Sony boðar örþunnt, lífrænt ljósdíóðusjónvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn spá áframhaldandi hækkun

Ef dollarinn heldur áfram að lækka og veturinn verður kaldur, telja fræðimenn að hráolían fari yfir 100 dali tunnan. Birgðastaða bandaríkjanna hefur sjaldan verið lægri og margir olíuframleiðendur eru farnir að taka evruna framyfir dollarann. Einnig er spáð að evran fari allt upp í 1.50$ í lok ársins, sem þýðir að dollarinn getur farið vel niður fyrir 60 krónur ef krónan heldur áfram að styrkjast.

Til gamans má geta að 1 tunna af olíu eru tæpir 159 lítrar eða nákvæmlega 42 bandarísk gallon.


mbl.is Olíuverð náði 83 dölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Stefán Winkel Jessen

Höfundur

Stefán W.J,
Stefán W.J,
Höfundur er verkfræðingur sem fylgist með öllu nema íþróttum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • untitled

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband